Bjarmi Skarphéðinsson hefur framlengt samningi sínum sem þjálfari Selfoss í fyrstu deild karla til næstu tveggja ára.
Bjarmi tók við Selfoss á síðustu leiktíð, en hefur verið viðloðinn uppbyggingarstarf félagsins síðustu ár. Samhliða því að þjálfa meistaraflokk karla mun Bjarmi þjálfa 12. flokk karla hjá félaginu.
Tilkynning:
Bjarmi Skarphéðinsson hefur framlengt samning sinn hjá Selfoss Körfu um tvö ár eða út leiktíðina 2026-2027. Hann mun þjálfa meistaraflokk karla og 12.flokk karla.
Bjarmi hefur starfað fyrir Selfoss Körfu undanfarin ár og verið stóru hlutverki í uppbyggingarstarfinu. Hann tók við þjálfun meistaraflokks karla um síðustu áramót og mun halda áfram að byggja upp okkar unga og efnilega lið næstu tímabil.
Bjarmi segist spenntur fyrir komandi leiktíð og framtíð félagsins þar sem efniviðurinn er mikill, stefna félagsins skýr og framtíðin björt.