Orri Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Orri er 199 cm framherji sem að upplagi er úr Breiðablik, en eftir að hafa leikið upp alla yngri flokka hóf hann að leika fyrir meistaraflokk þeirra á síðustu leiktíð. Þá hefur hann verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og var valinn til þess að leika með undir 18 ára liði drengja þetta sumarið, en getur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Stefnir hann þó á að vera með í fyrsta leik á komandi tímabili.



