spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSemur í Póllandi

Semur í Póllandi

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur samið við Anwil Włocławek fyrir komandi leiktíð samkvæmt heimildum.

Wloclawek eru staðsettir í samnefndri borg í Póllandi, en liðið hefur í þrígang unnið pólska titilinn, síðast árið 2019. Á síðasta tímabili endaði liðið í fjórða sæti deildarinnar og í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þá leika þeir einnig í FIBA Europe Cup, en á síðustu leiktíð komust þeir í aðra umferð keppninnar, þar sem þeir unnu fimm leiki og töpuðu sjö.

Elvar kemur til Wloclawek frá Maroussi í Grikklandi, þar sem hann skilaði 12 stigum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -