Leikmaður Stjörnunnar og íslenska landsliðsins Hilmar Smári Henningsson hefur samið við Jovana í Litháen fyrir komandi tímabil. Staðfestir Stjarnan þetta á samfélagsmiðlum.
“Að hafa verið hluti af því Stjörnuliði sem vann sinn fyrsta titil á síðasta ári hafa verið forréttindi. Ég kveð Stjörnuna með söknuði og er öllum sem komu þar að starfinu þakklátur, sem og iðkendum og stuðningsmönnum. Þetta var ógleymanlegur tími.
Takk fyrir mig – Skíni Stjarnan 💙”
Segir Hilmar Smári í tilkynningunni.



