Stjarnan hefur framlengt samning sinn við Fanney Freysdóttur.
Fanney er 18 ára bakvörður sem að upplagi er úr Stjörnunni, en ásamt því að hafa leikið fyrir yngri flokka og meistaraflokk félagsins hefur hún verið í íslenskum yngri landsliðum á síðustu árum. Með Stjörnunni hóf hún að leika fyrir meistaraflokk tímabilið 2022-23, en síðan þá hefur hún spilað æ stærra hlutverk hjá liðinu í Bónus deildinni.



