spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSemur aftur við Grindavík

Semur aftur við Grindavík

Grindavík hefur á nýjan leik samið við hinn bandarísk/ungverska DeAndre Kane um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú í kvöld.

DeAndre kom til Grindavíkur tímabilið 2023-24 og hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðan. Á síðasta tímabili fór hann með Grindavík í lokaúrslit, en á þessu duttu þeir út í oddaleik gegn Stjörnunni í undanúrslitum.

Á yfirstandandi tímabili skilaði DeAndre 21 stigi, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -