spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemur aftur á Íslandi

Semur aftur á Íslandi

Höttur hefur samið við hinn króatíska Dani Koljanin fyrir yfirstandandi átök í fyrstu deild karla.

Dani ætti að vera íslenskum aðdáendum kunnur, en hann hefur áður spilað fyrir KR og síðast ÍR í Bónus deildinni, en hann er að koma aftur til Íslands eftir að hafa leikið á Ítalíu fyrri hluta tímabilsins.

Dani mun hafa komið til Egilsstaða í desember og mun hann því vera öllum hnútum kunnugur fyrir austan, en hans menn mæta nýliðum Fylkis annað kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -