Birgit Ósk Snorradóttir hefur samið við Magec Tías á Spáni fyrir komandi tímabil.
Birgit er að upplagi úr Hrunamönnum, en hefur einnig leikið fyrir Breiðablik, Ármann og Hamar hér á landi. Hún kemur þó til Spánar frá Wyndham Devils í Ástralíu þar sem hún lék nú í sumar.
Magec Tías er staðsett á Lanzarote og leika í Liga Femenina 2 á Spáni, en það er önnur deildin þar í landi.



