Tindastóll hefur samið við Ivan Gavrilovic fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta rétt í þessu á samfélagsmiðlum.
Ivan er 29 ára 205 cm serbneskur framherji sem síðast lék í Póllandi, en hann hefur á feril sínum einnig leikið fyrir félög í Austurríki, Slóvakíu, Búlgaríu, Litháen og heimalandinu Serbíu.
“Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni.” segir Arnar, þjálfari liðsins.
Ivan, segist hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins “Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma”



