spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemja við uppalda leikmenn

Semja við uppalda leikmenn

Selfoss hefur samið við þá Gísla Stein Hjartarson og Ara Hrannar Bjarmason fyrir komandi tímabil samkvæmt tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum. Báðir eru Gísli og Ari uppaldir leikmenn liðsins og komu þeir báðir við sögu hjá liðinu í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð.

Tilkynning:

Gísli og Ari framlengja samninga.

Gísli Steinn Hjaltason og Ari Hrannar Bjarmason hafa framlengt sína samninga við Selfoss Körfu og taka slaginn með okkur á næstu leiktíð.

Ari Hrannar spilaði stórt hlutverk í liðinu á síðustu leiktíð og skilaði því hlutverki vel frá sér. Hann var í æfingahóp u-20 landsliðsins í sumar.

Gísli Steinn átti mjög gott tímabil í fyrra og með góðri frammistöðu náði hann sér í dýrmætan tíma inn á vellinum.

Það verður gaman að fylgjast með þeim í vetur og næstu ár.

Áfram Selfoss

Fréttir
- Auglýsing -