spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemja við þrjá efnilega leikmenn

Semja við þrjá efnilega leikmenn

Fjölnir hefur samið við þrjá af efnilegri leikmönnum félagsins fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Þeir eru Benóný Gunnar Óskarsson, Ísarr Logi Arnarsson og Kristófer Ingason og léku allir með 10. til 12. flokki hjá Fjölni á síðustu leiktíð. Samkvæmt tilkynningu munu þeir einnig taka þátt með Vængjum Júpíters í 2. deildinni á næstu leiktíð.

Baldur Már Stefánsson, þjálfari meistaraflokks: ,,Kristófer kom inn í meistaraflokkinn í fyrsta skiptið í fyrra og við erum mjög ánægðir að hann haldi áfram og taki næstu skref hjá okkur. Ísarr og Benoný eru tveir af efnilegustu leikmönnum 2009 árgangsins á landinu, Ísarr uppalinn, og fá núna forsmekkinn af því að vera í meistaraflokki.”

Fréttir
- Auglýsing -