spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSemja við serbneskan leikmann

Semja við serbneskan leikmann

Þór hefur samið við Lazar Lugic um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild karla.

Lazar er 208 cm 27 ára serbneskur framherji sem kemur til Þorlákshafnar frá Beograd í heimalandinu, en ásamt því að hafa spilað þar hefur hann verið sem atvinnumaður á Ítalíu. Lazar í tilkynningu með félagaskiptunum „Hæ, aðdáendur Þórs. Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir tækifærið. Ég vona að við getum áorkað miklu saman. Ég hef heyrt margt gott um aðdáendahópinn og get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll. Sjáumst fljótlega, tvöfalda ellið.“

Fréttir
- Auglýsing -