spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemja við fyrrum leikmann Breiðabliks

Semja við fyrrum leikmann Breiðabliks

Snæfell hefur samið við Aytor Alberto fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta með tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Aytor kemur í Stykkishóm frá Kufstein Towers í Austurríki, en á fyrri hluta síðasta tímabils lék hann fyrir Breiðablik í fyrstu deildinni. Í samtali við fréttaritara Snæfells sagðist Gunnlaugur þjálfari spenntur að fá Aytor til liðs við Snæfell. Gunnlaugur telur hann eiga eftir að hjálpa mikið til við að opna varnir andstæðinga, hvort sem það er fyrir hann sjálfan til að skora eða opna fyrir aðra leikmenn í liðinu. Aytor er mikill íþróttamaður og verður gaman að sjá hann passa inn í hópinn okkar. Við hlökkum mikið til þegar allur hópurinn verður kominn og allt byrjar á fullu sagði Gunnlaugur að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -