spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSemja við fjóra leikmenn

Semja við fjóra leikmenn

Selfoss hefur samið við fjóra leikmenn fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild kvenna. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Um er að ræða tvo nýja leikmenn og tvo sem framlengja við félagið.

Tilkynning:

Heiður Hallgríms kemur frá Haukum og er hún 178 cm bakvörður og getur hún leyst margar stöður á vellinum. Eftir smá pásu frá parketinu kemur hún af fullum krafti inn í þetta tímabil og verður gaman að sjá hana á vellinum í vetur!

Gígja Marín Þorsteinsdóttir kemur til okkar frá Hamar og er hún þekkt stærð í 1. deild kvenna. Hún hefur verið í yngri landsliðum og er hún öflugur leikmaður. Erum við virkilega glöð að fá hana til lið við okkur í vetur!

Valdís Una endursemur við Selfoss karfa. Er hún ein af lykilleikmönnum liðsins og sterkur karakter hennar og kraftur skín í gegn á parketinu.

Elín Þórdís endursemur við Selfoss Karfa. Elín spilaði í fyrra með mfl kvk í Selfoss og er hún virkilega duglegur leikmaður og öflugur liðsfélagi.

Fréttir
- Auglýsing -