Þór hefur samið við fimm leikmenn fyrir komandi átök í Bónus deild karla.
Um er að ræða uppalda leikmenn liðsins, en líkt og segir í tilkynningu eru það þeir Arnór Daði, Kolbeinn Óli, Tristan Alexander, Matthías Geir og Baldur Böðvar. Enn frekar segir félagið í tilkynningunni framtíðin sé björt og verði gaman að fylgjast með þessum framtíðar leikmönnum Þórs.



