Grindavík hefur gert nýjan tveggja ára samning við Arnór Tristan Helgason.
Arnór Tristan er fæddur 2006 og að upplagi úr Grindavík, en ásamt því að hafa leikið í meistaraflokki fyrir þá hefur hann einnig verið á mála hjá CB 1939 Canarias á Spáni. Eftir að hann kom þaðan aftur til Grindavíkur á nýafstaðinni leiktíð er óhætt að segja að Arnór Tristan hafi rækilega stimplað sig inn sem einn af betri ungum leikmönnum deildarinnar, en lið hans Grindavík var nálægt því að fara í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.