Haukar hafa samið við Kynion Hodges fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.
Kynion er 188 cm bandarískur leikstjórnandi sem lék á síðasta tímabili með ÍA í 1.deild sem vann deildina og fór beint upp í Bónus deildina. Með ÍA var hann með 18 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 25 í framlag að meðaltali í leik
Pétur Ingvarsson hafði þetta að segja: “Kynion sýndi hvað hann getur með ÍA og að mínu mati var þetta einföld ákvðrðun að ná í hann til okkar. Hann var besti leikmaður 1.deildar í besta liðinu, hann er frábær varnarmaður og á bara eftir að verða betri.”



