Álftanes hefur samið við რატი ანდრონიკაშვილი fyrir yfirstandandi tímabil í Bónus deild karla.
რატი ანდრონიკაშვილი eða Rati Andronikashvili eins og nafn hans er skrifað með hérlendri leturgerð er 24 ára 193 cm georgískur bakvörður sem kemur til Álftaness frá Obradoiro í Primera FEB deildinni á Spáni, en sem atvinnumaður hefur hann einnig leikið í Lettlandi, Grikklandi og heimalandinu Georgíu. Þá var hann einnig um tíma í bandaríska háskólaboltanum.
Lék hann á sínum tíma upp öll yngri landslið Georgíu og þá hefur hann leikið 85 leiki fyrir A landslið þeirra. Nú síðast var hann með liðinu á lokamóti EuroBasket 2025.



