spot_img
HomeFréttirSemaj Inge til Hauka

Semaj Inge til Hauka

Haukar hafa ráðið til sín Semaj Inge sem var í gær sagt upp störfum hjá KR. Það má segja að hlutirnir séu búnir að gerast nokkuð hratt fyrir Hafnarfjarðarliðið en fyrr í vikunni sögðu þeir upp samningi sínum við bandaríska leikmanninn Landon Quick. Haukar náðu samkomulagi við Inge áður en hann gat hoppað upp í vél aftur til Bandaríkjanna en þangað átti hann bókað flug í dag.
Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka sagði að liðið þyrfti að snúa við taphrinu og væri Semaj klárlega fenginn til þess að hjálpa til við það.
 
„Vonandi á Inge eftir að styrkja liðið í lokabaráttunni og það verður bara gaman fyrir áhorfendur að fylgjast með honum en honum finnst ekkert leiðinlegt að troða þegar hann fær tækifæri til,” sagði Pétur um Semaj.
 
„Hann er mikill varnarmaður og góður sendingamaður og vonandi náum við að snúa við taphrinu með komu hans,” bætti Pétur við.
 
Semaj er bakvörður og lék 16 leiki með KR. Í þessum leikjum skoraði hann 18,7 stig að meðaltali, tók 5,4 fráköst og gaf 5,2 stoðsendingar og skilaði tæpum 20 framlagsstigum.
 
Sterkar líkur eru á því að Semaj spili með Haukaliðinu gegn Skaganum á morgun.
 
 
Mynd: Úr safni
 
 
Fréttir
- Auglýsing -