spot_img
HomeFréttirSelfyssingar semja við Bandaríkjamann

Selfyssingar semja við Bandaríkjamann

Selfoss hefur samið við Bandaríkjamanninn Christian Cunningham um að leika með liðinu á komandi tímabili. Christian, sem er 22 ára og um 2 metrar á hæð, spilar stöðu miðherja.

Síðustu fjögur ár hefur hann leikið með liði Jacksonville State í 1. deild NCAA þar sem hann var með 8,2 stig og 7,7 fráköst að meðaltali í leik á lokaári sínu. Hann er eini leikmaðurinn í sögu skólans sem náð hefur að skora 900 stig, taka 800 fráköst og verja 200 skot á ferli sínum þar, og á skólametið í vörðum skotum, 215 alls.

Selfoss hefur einnig bætt við sig Ragnari Magna Sigurjónssyni frá Skallagrím og Sigmari Jóhanni Bjarnasyni frá Fjölni auk þess sem Maciek Klimaszewski mun vera að ná sér af bakmeiðslum sem héldum honum frá öllum nema 7 leikjum í fyrra.

Fréttir
- Auglýsing -