spot_img
HomeFréttirSelfyssingar með verðskuldaðan sigur(Umfjöllun)

Selfyssingar með verðskuldaðan sigur(Umfjöllun)

23:47

{mosimage}

FSu lagði Hauka að velli í kvöld og hafa þar með tekið forustu í einvígi liðanna en Selfyssingar unnu 113-90. Matthew Hammer fór á kostum í liði FSu og var óstöðvandi á báðum endum vallarins. Ásamt honum stóðu Ante Kapov og Sævar Sigurmundsson sig vel fyrir FSu. Hjá Haukum var Sveinn Ómar Sveinsson bestur.

Selfyssingar byrjuðu leikinn vel og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins og virtust vera á góðri leið með að klára leikinn á fyrstu mínútum leiksins. Haukar voru þó ekki á því að gefast upp og jöfnuðu leikinn 7-7. Næsta karfa var FSu og komust þeir í 10-7 og eftir það létu þeir forustuna aldrei af hendi. Fyrsti leikhluti fór 33-22.

FSu jók muninn jafnt og þétt í 2. leikhluta og náðu 20 stiga forystu. FSu lék vel í upphafi leikhlutans og Haukar áttu í töluverðum vandræðum. En þegar leið á leikhlutann minnkuðu Haukar muninn þegar leið á og munurinn var 8 stig tvisvar sinnum og Haukar gátu minnkað mun enn meir en klúðruðu sóknum sínum. FSu kláraði fyrri hálfleik af miklum krafti og leiddi með 15 stigum í hálfleik 56-41.

{mosimage}

Það var aðeins eitt lið sem kom tilbúið til leiks í seinni hálfleik og það voru heimamenn. Þeir skoruðu fyrstu körfur leiksins og fóru með muninn yfir 20 stig. Munurinn var mestur 23 stig og eins og í 2. leikhluta byrjuðu Haukar að saxa muninn þegar leið og en FSu náðu góði áhlaupi til að keyra upp muninn á ný og leiddu með 20 stigum fyrir lokaleikhlutann.

Lokaleikhlutinn var formsatriði og Haukar tefldu fram varamönnum sínum sem stóðu sig afar vel. FSu reyndi að keyra upp muninn og tefldu fram sterkari leikmönnum sínum en gátu ekki aukið muninn að ráði og lokatölur leiksins voru 113-90.

Hjá FSu var Matthew Hammer stórkostlegur og allt sem hann gerði virtist ganga upp. Ante Kapov var öflugur og Sævar Sigurmundsson stóð sig afar vel. Árni Ragnarsson og Vésteinn Sveinsson áttu einnig gott kvöld og Hafþór Björnsson kláraði leikinn af miklum krafti.

Hjá Haukum var Sveinn Ómar Sveinsson bestur og hélt hann Haukum inn í leiknum á löngum köflum. Leikstjórnandinn hávaxni Óskar Magnússon spilaði einnig vel og var öruggur í sóknarleik Hauka. Ásamt þeim stóðu Helgi Einarsson, Gunnar Magnússon, Emil Barja, Haukur Óskarsson og Arnar Hólm Kristjánsson sig vel.

Tölfræði leiksins er ekki enn komin í hús.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -