spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSelfoss sótti sigur á Jakann

Selfoss sótti sigur á Jakann

Vestri og Selfoss mættust í 1. deild karla í gærkvöldi á Jakanum á Ísafirði.

Gangur leiksins
Vestri byrjaði talsvert betur og komst í 13-6 eftir 6 mínútur. Selfoss komst þó aftur inn í leikinn og þá helst fyrir gríðargóðs leiks Michael Rodriguez sem skoraði öll 18 stig sín í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik náði Selfoss fljótlega forustunni en heimamenn voru þó aldrei langt undan. Þegar 5,7 sekúndur eru eftir leiks fer leikstjórnandi Vestra, Nebojsa Knezevic, á vítalínuna með tækifæri til að jafna. Hann setur niður fyrra vítið en það seinna geigar. Nemanja Knezevic nær að tippa frákastinu til Baldurs Ingimarssonar en þá dæmir annar dómari leiksins að einn leikmaður Vestra hafi farið of fljótt inn í teiginn. Nebojsa fær í kjölfarið tæknivillu, og þar með sína fimmtu villu, fyrir að mótmæla dómnum og Selfyssingar klára leikinn af vítalínunni.

Eftir leikinn er Vestri í 4. sæti deildarinnar með 6 sigra og 4 töp á meðan Selfoss er í 6. sæti með 4 sigra í 10 leikjum.

Maður leiksins
Vestfjarðartröllið Nemanja Knezevic var klárlega maður leiksins en hann skilaði tröllatvennu, 22 stigum og 19 fráköstum, en auk þess voru dæmd 14 villur á varnarmenn hans sem oftar en ekki voru tveir til þrír í einu, slíkir eru yfirburðir hans undir körfunni.

Ruðningar
Ókrýndur Íslandsmeistarinn í fiskuðum ruðningum, Gunnlaugur Gunnlaugsson, fiskaði að venju nokkra slíka í leiknum. Hann tók sér enga pásu frá þeirri iðju þótt hann sæti á bekknum.

https://www.facebook.com/vestri.karfa/photos/a.464660846059/10156898538451060/

Helstu stigaskorarar
Nebojsa Knezevic var stigahæstur hjá Vestra með 24 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Fóstbróðir hans, Nemanja Knezevic, kom næstur með 22 stig og 19 fráköst og Ingimar Baldursson bætti við 13 stigum.

Hjá Selfoss var göngumaðurinn Michael Rodriguez stigahæstur með 18 stig en næstur kom Snjólfur Marel Stefánsson með 13 stig. Arminas Kelmelis og Christopher Caird voru svo báðir með 11 stig.

Hvað er næst?
Næstu leikir beggja liða eru á móti Úrvalsdeildarliðum í Geysisbikarnum á morgun. Selfoss mætir Skallagrím í Borgarnesi á meðan Vestri fær Hauka í heimsókn.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -