spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSelfoss og Skallagrímur tryggðu sér oddaleiki - Hamar og Vestri áfram í...

Selfoss og Skallagrímur tryggðu sér oddaleiki – Hamar og Vestri áfram í undanúrslitin

Átta liða úrslit fyrstu deildar karla héldu áfram í kvöld með fjórum leikjum.

Vestri lagði Fjölni í Dalhúsum. Vestri hafa því unnið tvo leiki í einvíginu og eru komnir áfram í undanúrslitin á meðan að Fjölnir fara í sumarfrí.

Skallagrímur jafnaði einvígi sitt gegn Álftanesi í Borgarnesi og kemur því til oddaleiks á milli liðanna um hvort þeirra fer í undanúrslitin.

Hamar vann Hrunamenn á Flúðum og eru því komnir áfram og í undanúrslit.

Þá bar Selfoss sigurorð af Sindra og jöfnuði þar með einvígi liðanna, en það lið sem vinnur næsta leik fer í undanúrslitin.

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla:

Fjölnir 73 – 87 Vestri

Vestri fer áfram 2-0

Skallagrímur 92 – 75 Álftanes

Einvígi jafnt 1-1

Hrunamenn 58 – 99 Hamar

Hamar fer áfram 2-0

Selfoss 86 – 65 Sindri

Einvígi jafnt 1-1

Fréttir
- Auglýsing -