spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSelfoss lögðu granna sína í Hamri

Selfoss lögðu granna sína í Hamri

Selfoss lagði granna sína í Hamri í Hveragerði fyrr í kvöld í fyrstu umferð fyrstu deildar karla, 80-93.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Pálmi Geir Jónsson með 27 stig og 13 fráköst. Þá bætti Kristijan Vladovic við 20 stigum og 11 stoðsendingum.

Fyrir gestina frá Selfossi var það Trevon Lawayne Evans sem dró vagninn með 27 stigum, 5 fráköstum og 9 stoðsendingum og þá var Gasper Rojko með 20 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -