spot_img
HomeFréttirSektarsjóður Stjörnunnar gildnar til muna

Sektarsjóður Stjörnunnar gildnar til muna

Tækninni fleytir ört áfram, svo ört reyndar að fólk má ekki missa af nokkrum sköpuðum hlut. Þannig var það í gærkvöldi að nýjasti liðsmaður Stjörnunnar, Jón Sverrisson, fékk millinafnið „símon“ þegar hann í miðjum leik fór að vasast í símanum sínum.
 
Okkur segir svo hugur að sektarsjóður Stjörnunnar muni gildna til muna fyrir þessi axarsköft Jóns. Eitthvað verður kappinn þó að hafa fyrir stafni á tréverkinu en ekki er gert ráð fyrir því að hann verði kominn í slaginn með Stjörnunni fyrr en líða tekur nærri áramótum.
 
En þið ykkar sem þurfið að ná sambandi við Jón getið hengt ykkur á að sama hverjar aðstæðurnar eru…þá mun hann svara!
 
Myndir/ Á efri myndinni er Jón djúpt sokkinn í símann sinn, enda skrugguflottur sími. Á þeirri neðri kemur hann tækinu haganlega fyrir í vasanum á stuttbuxunum. Við erum vitaskuld aðeins að gantast í Jóni enda hefur körfuknattleikurinn verið duglegur að tileinka sér tæknina við sína íþrótt. Skemmst er þess að minnast að Falur Harðarson notaði spjaldtölvu þegar hann stýrði liði Keflavíkurkvenna, hver veit nema í einhverjum leiknum hann hafi skellt sér í smá Candy Crush…
 
  
Fréttir
- Auglýsing -