spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSeiglusigur Valskvenna í lokaleik úrslitaeinvígisins - Taplausar í gegnum úrslitakeppnina

Seiglusigur Valskvenna í lokaleik úrslitaeinvígisins – Taplausar í gegnum úrslitakeppnina

Valur lagði Hauka í kvöld í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild kvenna, 74-65. Valskonur unnu því allar þrjár viðureignir liðanna og standa uppi sem Íslandsmeistarar 2021.

Fyrir leik

Fyrsta leik seríunnar vann Valur nokkuð örugglega með 15 stigum heima. Annar leikurinn í Hafnarfirði var heldur meira spennandi, en Valskonur unnu hann með 6 stigum eftir góðan lokasprett.

Gangur leiks

Leikur fór nokkuð vel af stað fyrir heimakonur, ná mest að komast 6 stigum yfir á upphafsmínútunum. Haukar gera þó vel í að missa þær ekki frá sér, allt jafnt eftir fyrsta leikhluta, 12-12. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram jafn og spennandi, þó svo að heimakonur hafi lengst af verið yfir. Staðan 34-33 þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná gestirnir úr Hafnarfirði góðum kafla, þar sem þær ná mest 10 stiga forskoti. Valskonur svara því þó og er munurinn aðeins 4 stig fyrir lokaleikhlutann, 54-58. Um miðjan fjórða leikhlutann fullkomnar Valur svo endurkomuna og nær í framhaldinu að vera skrefinu á undan og sigra að lokum með 9 stigum, 74-65.

Kjarninn

Þrátt fyrir að þetta einvígi hafi endað 3-0 fyrir Val, þá er ekki hægt að segja að lið Hauka hafi ekki átt möguleika. Mögulega aðeins fyrsti leikurinn sem var nokkuð öruggur hjá Val, en bæði þessi síðasti inni í Hafnarfirði og þessi í kvöld hefðu vel getað endað á annan hátt.

Valskonur kláruðu þessa leiki þó, með miklum meistarabrag og eiga lof skilið fyrir. Ekkert sérstaklega óumdeilt að þær hafa verið besta liðið á landinu síðustu ár og halda vonandi áfram að gera það. Ekki aðeins stórkostlegir hæfileikar og reynsla sem leikmenn þeirra hafa, heldur virðist stefnan hjá þeim einnig vera að gefa yngri og óreyndari leikmönnum liðsins tækifæri á að blómstra á allra stærsta sviðinu. Í þetta skiptið með Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur og Ástu Júlíu Grímsdóttur í algjörum lykilhlutverkum, en þá var Eydís Eva Þórisdóttir einnig að spila mikilvægar mínútur fyrir þær í vetur og í úrslitakeppninni.

Atkvæðamestar

Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í liði Hauka í dag, en hún skilaði 24 stigum og 9 fráköstum. Fyrir heimakonur var það Helena Sverrisdóttir sem dró vagninn með 15 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Best

Helena Sverrisdóttir var ekki aðeins besti leikmaður Íslandsmeistaranna í þessum leik, heldur var hún valin verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna að leik loknum. Valsliðið unnið báðar úrslitakeppnirnar síðan að hún kom til liðsins, en hún vann einnig með liði Hauka tímabilið á undan, 2017-18, því var þetta hennar þriðji í röð. Í heildina hefur hún unnið fimm titla, 2006, 2007, 2018, 2019 og 2021.

Tölfræði leiks

Myndasafn 1 (Ólafur Þór)

Myndasafn 2 (Þorsteinn Eyþórsson)

Fréttir
- Auglýsing -