spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSeiglusigur Njarðvíkinga á Meistaravöllum

Seiglusigur Njarðvíkinga á Meistaravöllum

Njarðvík komst aftur á sigurbraut í Bónus deild karla er liðið lagði KR á Meistaravöllum í kvöld í sjöundu umferð deildarinnar, 88-97.

Eftir leikinn er KR í 4.-5. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan Njarðvík er í 6.-9. sætinu með 6 stig.

Heimamenn í KR voru betri aðilinn í fyrri hálfleik leiks kvöldsins. Líkt og í síðasta leik þeirra gegn Álftanesi var mikill kraftur í liðinu þó í þeirra hóp vantaði nokkra lykilmenn. Gestirnir úr Njarðvík voru þó aldrei langt undan og höfðu þeir jafnað leikinn þegar í hálfleik var komið, 46-46.

Áhyggjuefni fyrir Njarðvík í leiknum að í upphafi seinni hálfleiksins meiddist leikmaður þeirra Mario Matasovic nokkuð illa á hnéi og tók því ekki frekari þátt í leiknum. Mario er að sjálfsögðu lykilmaður í Njarðvíkurliðinu, en á aðeins tæpum 19 mínútum spiluðum í kvöld var hann kominn með 20 stig.

Það var þó eins og annað Njarðvíkurlið mætti til leiks í seinni hálfleiknum. Náðu hratt og örugglega völdum í leiknum í þriðja fjórðungnum og eru 11 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.

Í þeim fjórða reyna heimamenn hvað þeir geta til þess að vinna það forskot niður, en allt kemur fyrir ekki. Njarðvík nær að halda þeim 6 til 10 stigum frá sér allan leikhlutann og vinna að lokum nokkuð sterkan sigur, 88-97.

Stigahæstir heimamanna í leiknum voru Friðrik Anton Jónsson með 23 stig og KJ Douchet með 19 stig. Fyrir Njarðvík voru stigahæstir Mario Matasovic með 20 stig, Brandon Averette með og Dwayne Lautier með 14 stig hvor.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatanson)

KR: Friðrik Anton Jónsson 23/6 fráköst, Kenneth Jamar Doucet JR 19/11 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 19/7 fráköst/9 stoðsendingar, Vlatko Granic 15, Aleksa Jugovic 9, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 3, Þorvaldur Orri Árnason 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Benóní Stefan Andrason 0, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Lárus Grétar Ólafsson 0, Lars Erik Bragason 0.


Njarðvík: Mario Matasovic 20/7 fráköst, Brandon Averette 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Dwayne Lautier-Ogunleye 14, Julio Calver De Assis Afonso 13/7 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Dominykas Milka 12/7 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 9, Snjólfur Marel Stefánsson 3, Bóas Orri Unnarsson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.

Fréttir
- Auglýsing -