spot_img
HomeFréttirSeiglusigur Hauka í Dalhúsum

Seiglusigur Hauka í Dalhúsum

Í Dalhúsum áttust heimakonur við Hauka í kvöld.Haukar án tveggja lykilmanna, Helenu, sem nýlega þurfti að skella sínum skóm upp í hillu vegna meiðsla, og  Keira johnson sem er meidd á hné.

Það kom ekki í veg fyrir stórsókn Hauka gegn ráðalausum Fjölniskonum í fyrsta leikhluta.  Þrátt fyrir að Fjölnir höfðu skorað 6 stig í upphafi þá leiddu Haukakonur með eftir fyrsta leikhluta 10-24.

Það var hins vegar allt annað og öflugra Fjölnislið sem mætti í annan leikhluta og skoruðu þær 35 stig gegn 17 stigum Hauka.

Liðin fóru því til leikhlés í stöðunni 45-41 fyrir heimakonur.

Seinni hálfleikur byrjaði með tveimur körfum Hauka sem kom þeim yfir.  Þriðji leikhlutinn var mjög jafn og liðin skiptust nokkuð jafnt á að skora og taka forystuna  þannig að munurinn var aldrei meiri en 1-3 stig. Barist var um hvern bolta og svo fór að Fjölnir hélt forystunni er blásið var til fjórða leikhluta, 56-55.

Haukar komu miklu sterkari til leiks í upphafi fjórða leikhlutans. Þær voru að hreyfa boltann mjög vel og nýttu síðan færin sinn betur en heimakonur. Fjölnir var samt engan vegin að fara gefa neitt eftir og þegar 4 min voru eftir náðu þær forystu á ný eftir að hafa verið 6-7 stigum undir.  Það dugði skammt því Haukar áttu nóg eftir og líklega var það reynsla og seigla þeirra sem á endanum skiluðu þeim 5 stiga sigri.

Lokatölur 77-82

Hjá Fjölni var Raquel með 31 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Algerlega frábær leikmaður.

Haukar eiga líka mjög öflugan leikmann í Tinnu Alexandersdóttur sem einnig var með 31 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -