spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSeiglusigur Hauka gegn Stjörnunni

Seiglusigur Hauka gegn Stjörnunni

Haukar lögðu Stjörnuna í kvöld í Ólafssal í Subway deild kvenna, 69-64.

Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti A deildarinnar með 22 stig á meðan að Stjarnan er í 5. sætinu með 20 stig.

Það voru gestirnir úr Garðabæ sem hófu leik kvöldsins betur og leiddu með 5 stigum þegar fyrsti fjórðungur var á enda, 13-18, en liðin höfðu í nokkur skipti skipst á forystunni á upphafsmínútunum. Undir lok fyrri hálfleiksins ná Haukar svo að stoppa aðeins í gatið, en Stjarnan er þó enn skrefinu á undan þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 32-35.

Heimakonur í Haukum taka svo öll völd á vellinum í byrjun seinni hálfleiks og ná að snúa taflinu sér í vil fyrir lokaleikhlutann, 49-45. Í honum ná þær svo að hanga á forystunni og vera nokkrum körfum á undan til leiksloka, 69-64.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 18 stig og 6 fráköst. Fyrir Stjörnuna var það Kolbrún María Ármannsdóttir sem dró vagninn með 17 stigum og 14 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -