spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSeiglusigur Hamars/Þórs gegn Ármanni

Seiglusigur Hamars/Þórs gegn Ármanni

Hamar/Þór tók á móti Ármann í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í lokaleik annarar umferðar 1.deildar kvenna. 

Hamar/Þór 77 – 69 Ármann og áttu H/Þ því sætaskipti við Ármann útaf innbyrðis viðureignum en Ármann vann með einu stigi í fyrstu umferð. og eru Hamar/Þór komnar í fjórða sætið en Ármann er í fimmta með jafnmörg stig.

Fyrir leik 

Hamar/Þór geta með sigri komist uppfyrir Ármann í 4 sæti sem er sæti í úrslitakeppni en þær þurfa að vinna með meira en einu stigi til að ná innbyrðis á þær. H/Þ hafa að auki unnið tvo síðustu leiki og eru heitar.

Ármann eru búnar að gera vel í vetur og geta með sigri tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en þetta er pakki frá 1-5 sæti og hreinlega stórfurðulegt að lið sem fellur úr efstu deild fari í úrslitakeppni fyrstu deildar.

Um leik

Fyrsti leikhluti einkenndist af svolitlum taugatitringi og nýtingin ekki góð.

En svo hrista þær það af sér og leikhlutinn endar á flautukörfu frá Elfu fyrir Ármann. Staðan H/Þ 20 – 18 Ármann.

Ármeningar taka leikhlé þegar 4 mínútur eru liðnar af öðrum leikhluta en þá hafa þær ekki skorað stig í leikhlutanum en H/Þ hafa þétt vörnina og eru að spila vel og af yfirvegun.

Fyrri hálfleikur endar H/Þ 40 – 30 Ármann.

Ármann mæta vel inní seinni hálfleik og leiddar áfram af Jónínu og þristum frá Elfu minnkuðu þetta niður í 3 stig þegar H/Þ fara í leikhlé til að stilla raðirnar og vinna leikhlutann og halda 12 stiga forskoti þegar þær fara í lokaleikhlutann.

Fjórði leikhluti varð svo naglbítur en Ármann náði þessu aftur niður í þrjú stig þegar rúm mínúta var eftir en þá fór af stað einhvert fíaskó þar sem Elfa fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu þar sem hún slær í hendi leikmanns H/Þ án þess að gera tilraun til að ná boltanum og á þessum tímapunkti voru taugar Ármannstúlkna þandar og eyru dómara leiksins sperrt og fengu þær tvær tæknivillur að auki sem endaði með sigri Hamar/Þór 77 – 69 Ármann.

Tölfræði leiks

Hamar/Þór: Emma 31 stig Kristrún 6 stig og 13 frk

Ármann: Jónína 19 stig Elfa 15 stig

Kjarninn 

Hamar/Þór eru með skemmtilegt ungt lið sem á framtíðina fyrir sér. 

Eina sem er er að þær fara stundum að flýta sér of mikið hvort sem þær eru tólf stigum yfir eða tveim stigum undir og þurfa læra að halda ró sinni en H/Þ eru einmitt nýbúnar að bæta við Tijönu sem kemur með þessa ró inní liðið og hækkar meðalaldur liðsins og er vonandi fyrir þær það sem vantar til að tryggja þeim sæti í úrslitakeppni og jafnel ná lengra en þar eiga þær heima.

Ármann er með hjarta og þær gefast aldrei upp leiddar áfram af fyrirliða sínum henni Jónínu. Spila hörku vörn og geta verið stórhættulegar fyrir utan en þeim vantar fleirri fráköst.

Ármann á heima í úrslitakeppni og er áðdáunnarvert hvað Karl hefur unnið gott starf hjá Ármann.

Atkvæðamestar

Hjá Hamar/Þór var Emma Hrönn langstigahæst með 45% nýtingu og 31 stig sem er ekki amalegt. Kristrún drottning teigsins reif niður 13 fráköst í leiknum og Thomas sem stýrði leiknum vel var með 5 stoðsendingar.

Hjá Ármann var Jónína stigahæst með 19 stig fyrir utan að öskra liðsfélaga sína áfram en þarna er alvöru fyrirliði á ferð. Elfa setti mikilvægar þriggja stiga körfur og var með 15 stig. Sierra Smith hitti úr 7 af 9 skotum sínum sem er 77% og var með tvennu 15 stig og 10 fráköst

Hvað næst?

Hamar/Þór hefja þriðju umferðina á heimaleik í Þorlákshöfn á móti KR sem eru í 1-2 sæti ásamt Aþenu og geta náð fjórða sigurleiknum í röð.

Ármann fara á útivöll á móti ÍR sem situr á botni deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -