Grindavík sem deilir efsta sæti deildarinnar með Njarðvík fékk Stjörnuna í heimsókn í fjórðu umferð Bónus deildar kvenna í HS Orku höllinni í Grindavík.
Grindavík hefur farið vel af stað og unnið þrjár fyrstu viðureignir sínar og nokkuð sannfærandi og síðast á íslandsmeisturum Hauka sem þær unnu með 17 stigum á útivelli.
Þjálfari þeirra hefur gefið skýr skilaboð og það er að kaupa skápa fyrir vorið því það eru titlar á leiðinni til Grindavík í vor og það allir sem eru í boði.
Stjarnan vann síðast þegar þessi lið mættust. En hópur Stjörnunar er ungur eða með meðalaldur upp á 20 ár á meðan Grindavík er með 24 ár sem er reyndar ekki mikið.
Stjarnan hefur ekki unnið leik það sem af er leiktíðinni en það eru einungis þrír leikir búnir. Þær hafa ekki verið mjög sannfærandi í tveimur af þremur viðureignum sínum til þessa og vantar smá jafnvægi í liðið. En þær hafa tapað illa í frákasta baráttunni eftir að hafa misst Denia Davis. Og hafa einnig fengið svolítið af stigum á sig inní teignum, þá aðallega á móti KR og Njarðvík. Hvort það verði hausverkur á móti hávöxnu liði Grindavíkur í kvöld kemur í ljós.
Byrjunarlið
Grindavík: Abdi, Abby, Ellen, Isabella
Stjarnan: Diljá, Bára, Shaiquel, Greeta, Eva.
Fyrri hálfleikur
Stjarnan byrjar á því að komast yfir 4-12. Eru að spila góða vörn á fullum velli og eiga Grindavík erfitt með að stilla upp en það eru glufur á vörn Stjörnunar á hálfum velli aðallega í gegnum teiginn. Meiri kraftur í Stjörnunni í byrjun og Grindavíkur stúlkur líka klaufar og mættu vanda sínar aðgerðir betur þær eru búnar að tapa 5 boltum í þessum fyrsta leikhluta þar af kastað honum bara útaf. En þær eru samt að hitta vel til dæmis 3 af 5 í þriggja.
Leikhlutinn endar samt Grindavík 19-21 Stjarnan.
Bæði lið eru að spila góða vörn í byrjun leihlutans og lítið skorað til að byrja með.
Leikhlutinn er jafn lengst af þennan annan leikhluta en Grindavík leiðir með einu stigi þegar farið er inní hálfleikinn. Grindavík 36-35 Stjarnan.
Slæmar fréttir fyrir Grindavík þegar Emile sneri sig illa undir lok hálfleiksins og þurfti að fara útaf til að fá aðhlynningu.
Tölfræði fyrri hálfleiks
Grindavík: FG 39% 20 frk. Abby 12 stig
Stjarnan: FG 38% 22frk. Shaiquel 15 stig
Seinni hálfleikur
Stjarnan byrjar af sama krafti og þær byrjuðu leikin og komast 5 stigum yfir en afleidd skotnýting hjá báðum liðum gerir það að verkum að þær ná ekki að auka munin meira og Grindavík ná að jafna leikinn fljótlega og komast yfir áður en leikhlutinn er hálfnaður og liðin skiptast á að taka forystu út leikhlutann. Leikhlutinn endar jafn Grindavík 55-55 Stjarnan.
Stjarnan byrja á að tapa 2 boltum á stuttum tíma og Grindavík er fljótlega komið fjórum stigum yfir. Stjarnan verður að halda tempói og einbeitingu til að jafna leikinn. Þær spila hratt í sókninni en þær eiga erfitt með að ráða við það þegar líður á leikinn. Það skilur að hægt og rólega og slíta heimakonur sig frá Stjörnunni sem var farin að spila fulla pressu sem Grindavíkur stúlkur leistu vel. Og voru Stjörnustúlkur bara komnar með 4 stig í leikhlutanum þegar 2:31 lifðu af leikhlutanum.
Leikurinn endar Grindavík 79-66 Stjarnan
Tölfræði leiks
Grindavík: Ellen 22 stig. Abby 22 stig
Stjarnan: Shaiquel 19 stig 12 frk.
Hvað svo
Grindavík fer til Njarðvíkur miðvikudaginn 29 október.
Stjarnan fær Keflavík í heimsókn þriðjudaginn 28 október kl 19:15



