spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSeiglusigur Fjölniskvenna gegn nýliðum Grindavíkur

Seiglusigur Fjölniskvenna gegn nýliðum Grindavíkur

Fjölnir lagði Grindavík í kvöld í sjöttu umferð Subway deildar kvenna 89-84.

Eftir leikinn er Fjölnir í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt Haukum á meðan að Grindavík er í 6.-7. sætinu ásamt Breiðablik.

Gangur leiks

Liðin skiptust á snöggum áhlaupum í upphafi leiks. Með ótrúlegri 19 stiga frammistöðu Robbi Ryan nær Grindavík að vera skrefinu á undan eftir einn leikhluta, 27-34. Þrátt fyrir það hægist all verulega á Robbi stigalega séð í öðrum leikhlutanum nær Grindavík samt að halda í forystuna inn í hálfleikinn, staðan 53-61 þegar að liðin halda til búningsherbergja.

Atkvæðamest heimakvenna í fyrri hálfleiknum var nýr leikmaður þeirra Aliyah Daija Mazyck með 22 stig og 4 fráköst á meðan að Robbi Ryan dró vagninn fyrir Grindavík með 22 stigum og 4 stoðsendingum.

Heimakonur í Fjölni gera vel í að vinna niður forystu gestanna í þriðja leikhlutanum, en þegar um 3 mínútur eru eftir af honum komast þær í fyrsta skipti yfir síðan í fyrsta leikhluta, 70-69. Við þetta bæta þær svo aðeins fyrir lok hlutans og eru 4 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 73-69. Undir lokin ná þær svo að mestu að halda í forystuna. Grindavík er þó aldrei langt undan. Að lokum sigrar Fjölnir með 5 stigum, 89-84.

Kjarninn

Nýliðar Grindavíkur leiddu lengst af í þessum leik. Þegar að mest á reyndi í seinni hálfleiknum virtust þær eilítið kikna undan álaginu. Leyfðu Fjölni að stjórna hraða leiksins og áttu fá sem engin svör sóknarlega. Undir lokin má svo eiginlega segja að Fjölnir hafi haft þetta á reynslunni, þrátt fyrir að brenna af nokkrum mikilvægum vítum á lokmínútunum gáfu þær fá færi á sér og sigldu sterkum sigur í höfn.

Atkvæðamestar

Robbi Ryan var frábær í liði Grindavíkur í dag með 27 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir heimakonur var nýji leikmaðurinn Aliyah Daija Mazyck stigahæst með 32 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst þann 3. nóvember. Grindavík tekur á móti Skallagrím í HS Orku Höllinni á meðan að Fjölnir heimsækir Íslandsmeistara Vals í Origo Höllina.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)

Fréttir
- Auglýsing -