spot_img
HomeFréttirSeiglusigur á lokasprettinum (Umfjöllun)

Seiglusigur á lokasprettinum (Umfjöllun)

1:31

{mosimage}

Justin Shouse 

 

Fyrir leikinn í kvöld höfðu bæði lið unnið 1 leik eftir 4 leiki og var Hamar í 9. sæti en Snæfell í 10 með 2 stig hvor.

Leikurinn byrjaði rólega og voru bæði lið varkár í sóknum og nýttu tímann þar sem varnarleikurinn var frekar í hávegum hafður og staðan 4-4 eftir um 3 mínútna leik. Fyrsti leikhluti var frekar jafn og var hvorugt liðið að taka beint af skarið þó að undir lok leikhlutans hafi hraðinn verið að aukast. Staðan eftir 1. hluta 18-17 fyrir heimamönnum í Hamri.

Það var greinilegt að Hamarsmenn voru ekki að bjóða Snæfellingum í kaffi og kleinur og tóku virkilega af skarið með flottri vörn og flottri innkomu Friðriks Hreinssonar sem er með byssurnar í lagi og setti 13 stig á 2-3 mín og alls 16 stig í 2. leikhluta  setti stöðuna í 28 -19 og eins og Snæfellsmenn væru ekki alveg tilbúnir í varnarvinnuna og áttu til að missa boltann. Í hálfleik var staðan  44-37 fyrir Hamar og samt héldu Snæfellmenn sér inni í leiknum og fengu ábyggilega ekki blíða ræðu frá Kotila. 

Í seinni hálfleik byrjaði Hamar með sama krafti og ætluðu ekki að gefa neitt eftir liði sem var spáð 2. sæti fyrir mótið og með góðum þristum og áræðni frá Viðari Hafsteinssyni var staðan fljótt 51-41  Með seiglu Justin Shouse sem var mikið á ferðinni og Sigga Þorvalds sem átti fína spretti héldu Snæfellsmenn sig ekki langt frá en oft örlaði á andleysi í vörn. Lárus Jónsson var fljótt kominn í villuvandræði í 3. hluta en hafði stjórnað leik sinna manna með prýði. Snæfell vann á í 3 hluta með 3 stigum og staðan ekki nema 4 stig  62-58   

Snæfellingar ætluðu greinilega ekki tómhentir frá Hveragerði og girtu í brók í 4 leikhluta þar sem dæmið snérist við. Hamarsmenn urðu góðri pressu og varnarleik Snæfells að bráð og töpuðu boltanum svolítið um tíma og snerist staðan í 64-69  Þá voru ótímabær skot og ráðleysi í sókn algjört þar sem allir reyndu en ekkert gekk líkt og hjá Snæfell í fyrri hálfleik.  Lárus fékk sína 5 villu fljótt en engin villuvandræði voru annars að hrjá liðin. Hlynur átti fína spretti á þessum punkti sem áttist við hin erfiða George Byrd sem er feiknarsterkur og minnti oft á sig í leiknum.  Snæfell nýtti sér nokkur mistök Hamars í lokin sem skoruðu aðeins 8 stig í 4 leikhluta.

Snæfell sigraði 70-77 þar sem ekkert benti svo sem til þess að þeir væru sterkara liðið en seiglusigur varð raunin eftir annars jafnan leik.  

Af Snæfellsmönnum voru það Justin með 26 stig og 7 stoðsendingar og Siggi með 16 stig sem héldu þeim á floti og Hlynur kom betur inn í leikinn í 4 hluta en annars var helsta einkenni Snæfells víðsfjarri sem er varnarleikurinn en virðist eins og “on” takkinn hafi loks farið á í síðasta hluta. Eftir smá spjall við Jón Ólaf hjá Snæfell þá sagði hann að hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað og að þetta sé einfaldlega hörkudeild þar sem menn verða að vera vakandi í leikjum ef ekki á illa að fara. “Við rifum okkur framm úr rúmmi eftir að hafa sofið yfir okkur fram í 3 leikhluta og verðum að fara þétta okkur saman í næstu leikjum.”  

Hamarsmenn voru vel einbeittir framan af og ætluðu Snæfellingum ekki inn á þetta ball í Röstinni. Þá voru þristarnir 5 hjá Friðrik kærkomnir og er mikil skytta þarna á ferð þar sem hann var stigahæstur með 21 stig (þar af 16 í 2 leikhluta). George Byrd tók sín 16 stig og 12 fráköst og er erfiður við að eiga undir körfunni. Marvin, Viðar og Lárus eru strákar sem gerðu fína hluti en ekkert sást til Bojan Bojovic og Raed Mostafa. Pétur var stuttorður eftir leik og sagði slaka sóknartilburði og hittni í 4 leikhluta hafa gefið Snæfellingum orðið og að undir svoleiðis pressu urðu menn slakir, andlega hliðin klikkar og ekki hægt að fylgja eftir annars fínum fyrri leikhlutum.   

Leikurinn var í ágætu jafnvægi og dæmdur af Birni Leóssyni og Björgvini Rúnarssyni. Bæði lið áttu svo sem ekki sinn besta leik og voru nokkrir leikmenn beggja liða frá sínu besta. Bæði lið eiga nóg inni og er ekkert gefið hvar menn sækja eða tapa stigum.  

Símon B. Hjaltalín. 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -