spot_img
HomeFréttirSeigla í sigri undir 18 ára liðs drengja á Danmörku

Seigla í sigri undir 18 ára liðs drengja á Danmörku

 

Undir 18 ára lið Íslands sigraði Dnmörku með 4 stigum, 74-70, í fjórða leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakllio í Finnlandi. Sigurinn sá fyrsti sem að liðið nær í, en lokleikur þeirra er á morgun gegn Eistlandi.

 

Gangur leiks

Það var ekki mikið í upphafi leiks sem að benti til þess að hann yrði spennandi. Íslensku drengirnir réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleiknum. Eftir þann fyrsta leiddu þeir 22-11, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þeir 16 stigum yfir 44-28.

 

Seinni hálfleikinn byrja danir á því að setja tvo þrista og koma muninum þannig niður í 10 stig. Þá atlögu nær Ísland svo að halda aftur af, en munurinn helst í kringum 10 stigin þennan þriðja leikhluta, sem endar 59-50 fyrir Ísland.

 

Í fjórða leikhlutanum gerðu danir svo vel í að vinna niður forystu Íslands. Þegar að 5 mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 5 stig, 65-60, en á lokamínútunum náðu þeir að komast enn nær. Voru aðeins 3 stigum frá Íslndi á lokamínútunni. Tilraunir dna til þess að jafna leikinn eða vinna gengu þó ekki upp og var það að lokum Bjarni Guðmann Jónsson sem tryggði Íslandi sigurinn af vítalínunni, 74-70.

 

 

Kjarninn

Flott hjá strákunum að ná í þennan sigur. Voru þó óþægilega nálægt því að kasta honum frá sér í restina. Hafa verið óheppnir það sem af er móti, þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum, en vonndi nú sigrar í síðustu tveimur í lok mótsins.

 

Hetjan

Sigvaldi Eggertsson var besti leikmaður Íslands í leiknum. Skoraði 21 stig og tók 8 fráköst á þeim 33 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði

Myndasafn

 

Viðtöl:

 

Fréttir
- Auglýsing -