Tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson muni ekki halda áfram sem þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla.
Benedikt tók við Stólunum fyrir nýafstaðið tímabil og fór með liðið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni.
Samkvæmt upphaflegri tilkynningu félagsins komst Tindastóll að samkomulagi við Benedikt um að hann myndi láta af störfum. Hann sjálfur hefur nú samkvæmt Vísi tekið allan vafa af þeirri ákvörðun og sagt að hann hafi í raun verið rekinn þar sem hann hafi viljað halda áfram með liðið.
Enn frekar segir Benedikt þetta þó hafa verið gert í góðu og að félagið hafi einungis viljað fá nýjan þjálfara inn fyrir hann.



