spot_img
HomeFréttirSefton Barrett til liðs við Snæfell

Sefton Barrett til liðs við Snæfell

 

Snæfell hafa ráðið til sín Sefton Barrett, sem er 32 ára fjölhæfur leikmaður frá Canada.  Kappinn er tæpir tveir metrar á hæð og um 95 kg. Sefton á að baki flottan feril og er ætlun þjálfarateymisins að hann komi með leikreynslu inní lið Snæfells.  Sefton lék á sínum yngri árum með háskólaliði Central Michigan, þar sem leiðir hans og Giordan Watson (sem lék með Njarðvík og Grindavík) lágu meðal annars saman. Síðan að Sefton útskrifaðist þaðan hefur hann leikið í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi (þar á meðal með Jeb Ivey) og einnig í Canada.

Vonast er til að kappinn nái að vera kominn í tæka tíð fyrir leikinn gegn ÍR, en pappírsvinnan hefur tekið afar langan tíma og hamlað þvi að hann hafi getað komið fyrr.
 

 

Hér er samantekt af honum frá síðasta tímabili:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -