spot_img
HomeFréttirSebastian Mignani til Þórs

Sebastian Mignani til Þórs

Þór hefur samið við hinn ítalsk argentínska Sebastian Mignani um að leika með liðinu í Dominos deild karla.

Mignani er 29 ára gamall leikstjórnandi sem leikið hefur í efstu tveimur deildum Argentínu allan sinn feril. Þar var hann síðast með Deportivo Viedma Rio Negro.

Mun leikmaðurinn ekki verða tilbúinn í fyrsta leik eftir hlé sem er gegn Stjörnunni á morgun, en gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn fyrir annan leik ársins hjá Þór heima í Þorlákshöfn gegn Val.

Hér má sjá eina fallega hreyfingu frá honum síðan 2016

Fréttir
- Auglýsing -