spot_img
HomeFréttirSeattle á skriði í WNBA deildinni

Seattle á skriði í WNBA deildinni

 
WNBA deildin er nú komin á gott skrið þar sem Washington og Indiana leiða á austurströndinni bæði með 13 sigra og 7 tapleiki en í vestrinu hefur Seattle gríðarlega yfirburði með 19 sigurleiki og aðeins 2 tapleiki. Seattle hefur nú unnið 10 leiki í röð, eru 10-0 á heimavelli í deildinni og 9-2 á útivelli.
Sem fyrr er Diana Taurasi leikmaður Phoenix fyrirferðamikil í deildinni en hún er stigahæst í augnablikinu með 23,3 stig að meðaltali í leik en hún var valinn besti leikmaður deildarinnar síðasta tímabil. Lauren Jackson er ekki langt undan en hún leikur með Seattle og gerir 22,0 stig að meðaltali í leik. Í þriðja sæti á listanum er Angel McCoughtry hjá Atlanta með 21,2 stig að meðaltali í leik.
 
Ljósmynd/ Diana Taurasi leiðir WNBA deildina í augnablikinu með 23,3 stig að meðaltali í leik.
 
Fréttir
- Auglýsing -