spot_img
HomeFréttirSchweers inn fyrir Johnson í Frystikistunni

Schweers inn fyrir Johnson í Frystikistunni

Hvergerðingar hafa skipt um erlendan leikmann í Domino´s deild kvenna en nýjasti liðsmaðurinn heitir Chelsie Schweers og mun taka við starfanum af Di´Amber Johnson. Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Hamars sagði í snörpu samtali við Karfan.is að um væri að ræða sameiginlega ávkörðun stjórnar og þjálfara.
 
 
„Við teljum að við þurfum leikmann sem er meiri leiðtogi og eigum þannig meiri möguleika á að ná okkar markmiðum,“ sagði Hallgrímur en Di´Amber Johnson var með 22,9 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik svo það verður ansi myndarlegt skarð sem Chelsie þarf að fylla.
 
Schweers kemur úr Christopher Newport University í 3. deild NCAA háskólakörfunnar. Sem atvinnumaður hefur hún m.a. leiki með gríska liðinu Panathinaikos. Búist er við því að Schweers verði komin með leikheimild fyrir viðureign Hamars og Vals í Domino´s deild kvenna næsta miðvikudag.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -