spot_img
HomeFréttirSchröder semur til fjögurra ára við Hawks

Schröder semur til fjögurra ára við Hawks

Þjóðverjinn Dennis Schröder hefur gert nýjan fjögurra ára samning við Atlanta Hawks í NBA deildinni en samningurinn er 70 milljón dollara virði eða því sem nemur nærri átta milljörðum íslenskra króna.

Schröder var með 11 stig og 2,6 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili á 20,7 mínútum að jafnaði. Hann byrjaði inn á aðeins 16 sinnum en ljóst er að Atlanta er að afhenda Schröder keflið í stöðu leikstjórnanda eftir að hafa sent Jeff Teague til Indiana í sumar. 

Mynd/ Skúli Sigurðsson – Schröder með Þjóðverjum gegn Íslandi á EuroBasket í Berlín 2015.

Fréttir
- Auglýsing -