spot_img
HomeFréttirSchenkerhöllin og Ásgarður í kvöld

Schenkerhöllin og Ásgarður í kvöld

Úrslitakeppnin verður ekki stöðvuð og fjörið heldur áfram í kvöld. Stjörnumenn taka á móti Keflavík í Ásgarði 19:15 og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Þá mætast Haukar og Njarðvík í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Stjarnan leiðir 0-1 gegn Keflavík en Njarðvíkingar leiða 1-0 gegn Haukum.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
 
Stjarnan – Keflavík (0-1 fyrir Stjörnuna)
Haukar – Njarðvík (1-0 fyrir Njarðvík)
 
Þá fer fram einn leikur í 1. deild karla í kvöld þar sem Fjölnismenn geta tryggt sér sæti í úrslitum 1. deildar með sigri á Breiðablik. Fjölnismenn unnu fyrri viðureign liðanna örugglega í Dalhúsum og dugir sigur í kvöld til að komast áfram. Sigur hjá Blikum þýðir oddaleikur í Dalhúsum þann 26. mars næstkomandi.
 
Þá er einnig leikið í yngri flokkum og neðri deildum í kvöld. Í 2. deild karla eru 8-liða úrlsitin hafin en þá mætast ÍG og Reynir Sandgerði kl. 20:00 í Grindavík og Laugdælir taka á móti Álftanesi kl. 20:00 á „Vatninu.“ Þau lið sem hafa sigur í kvöld komast áfram í undanúrslit 2. deildar karla.
 
 
Mynd/ [email protected] – Justin Shouse var sterkur í fyrsta leiknum, mun hann baka Keflvíkingum frekari vandræði í kvöld?
  
Fréttir
- Auglýsing -