spot_img
HomeFréttirScania Cup: Njarðvíkingar einir íslenskra liða í topp 8

Scania Cup: Njarðvíkingar einir íslenskra liða í topp 8

9:13

{mosimage}

Nú er hafinn lokadagur Scania Cup 2008 og hafa sum íslensku liðanna lokið keppni. Aðeins eitt íslenskt lið komst í hóp 8 efstu en 10. flokkur Njarðvíkur leikur um 7. sætið seinna í dag.

9. flokkur Keflavíkurstúlkna tapaði báðum leikjum sínum í riðlakeppninni í gær fyrir sænskum liðum, 48-33 fyrir Blackberg og 52-35 fyrir sænska liðinu Söder. Þær leika í dag um 9. sætið í mótinu við danska liðið Hörsholm.

8. flokkur Keflavíkurstúlkna hefur lokið keppni og endaði í 10. sæti. Eins og við greindum frá í gær unnu þær sænka liðið Bollstanäs 56-54 en töpuðu svo fyrir OrJy frá Finnlandi í leik um 9. sætið, 46-35, en þau mættust einmitt í riðlakeppninni. Eva Rós Guðmundsdóttir skoraði 93 stig í mótinu sem gera 18,6 stig að meðaltali og er hún stigahæst í sínum aldursflokki en þeir leikmenn sem eru næstir á eftir henni eiga einn leik eftir.

10. flokkur Njarðvíkurdrengja tapaði síðustu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, 57-42 fyrir SISU frá Danmörku og 71-66 fyrir sænska liðinu Söder 08. Njarðvík mætir því danska liðinu Hørsholm í leik um 7. sætið.

9. flokkur Keflavíkurdrengja tapaði í gær fyrir Ura frá Finnlandi, 74-41 og leikur við Fröya um 11. sætið í dag.

8. flokkur Þórs í Þorlákshöfn lék um 13. sætið við Bergskamerta frá Noregi og sigraði 46-44 og varð því efst af liðunum sem urðu neðst í sínum riðlum. Emil Karel Einarsson skoraði mest Þórsara í mótinu eða 126 sem gera 21,0 stig að meðaltali og er hann meðal stigahæstu manna í mótinu.

7. flokkur Stjörnudrengja vann danska liðið SISU 58-47 og leikur í dag um 9. sætið við finnska liðið Honka.

Hægt er að fylgjas með mótinu á heimasíðu þess.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -