spot_img
HomeFréttirScania Cup: ÍBV endaði í fjórða sæti

Scania Cup: ÍBV endaði í fjórða sæti

10:07

{mosimage}

Vestmanneyjingar enduðu í 4. sæti í flokki drengja fæddra 96 á Scania Cup. KR strákar í sama flokki urðu í 7. sæti og Fjölni í flokki drengja fæddra 94 leika um 9. sætið í dag.

ÍBV hóf gærdaginn á að mæta sænska liðinu Alvika og steinlá 76-39. Alvika menn gerðu sér svo lítið fyrir og unnu úrslitaleikinn í morgun með 15 stigum. ÍBV mætti örðu sænsku liði í undanúrslitum en það var liðið Jarva sem hafði unnið KR í sama flokk örugglega. Sænsku piltarnir sigruðu ÍBV 60-31. ÍBV mætti svo heimamönnum í Södertalje í leik um bronsið í morgun og töpuðu 56-45. Þeir enduðu því í fjórða sæti sem er sannarlega góður árangur og óskar karfan.is þeim til hamingju með árangurinn. Aron Valtýsson endaði stigahæstur ÍBV manna með 17,5 stig að meðaltali í leik.

KR ingar léku um 7. sætið í gær og sigruðu JKS frá Svíþjóð, 60-50. Högni Fjalarsson varð stigahæstur KR stráka með 11,6 stig í leik.

Fjölnisstrákar byrjðu gærdaginn á að mæta sænska liðinu Höken í leik um að komast í fjórðungsúrslit, þeir töpuðu 46-66 og mættu því öðru sænsku liði, Djursholm í leik um að spila um 9. eða 11. sæti. Þeir sigruðu 55-53 og mæta finnska liðinu TuNMKY í dag í leik um 9. sætið. Fyrir lokaleikinn var Róbert Sigurðsson stigahæstur Fjölnismanna með 19,6 stig í leik en hann skoraði 36 stig gen finnska liðinu í gær.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -