spot_img
HomeFréttirScania Cup fer fram um páskana

Scania Cup fer fram um páskana

10:11

{mosimage}

Hið ópinbera Norðuralandamót félagsliða, Scania Cup fer fram nú um páskana. Eins og oft áður fara nokkur íslensk lið á mótið en það eru KR stelpur fæddar 1994, Skallagrímsstrákar fæddir 1991 og Fjölnisstrákar fæddir 1992 og 1994

Langt er síðan íslensk lið hófu að taka þátt í þessu móti og hafa margir fræknir sigrar unnist þarna. Mótið er nú haldið í 27. skipti og hafa íslensk lið sigrað 6 sinnum og 13 sinnum hefur íslenskur leikmaður verið kosinn Scaniakóngur eða –drottning.

Keppni hefst á fimmtudagsmorgun og er leikið frá 8 á morgnana fram yfir kvöldmat og úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudeginum á aðalvelli Södertalje Kings þar sem er kynning, ljóssýning og mikið fjör. 

Samhliða mótinu eru dómaranámskeið sem eru viðurkennd af FIBA og fara fjórir íslenskir dómarar fara á mótið en það eru þau Guðni E. Guðmundsson, Konráð Brynjarsson, Georgía Kristiansen og Davíð T. Tómasson.

 

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -