spot_img
HomeFréttirSBBK með nýtt mót

SBBK með nýtt mót

 
Um hverja páska undanfarin 30 ár hefur körfuknattleiksfélagið SBBK haldið hið vinsæla og vel skipulagða Scania-Cup mót í sænska bænum Södertaalje í Svíþjóð. Scania-Cup er hugsað sem “elítumót” fyrir bestu lið Norðurlanda. Í gegnum tíðina hafa íslensk lið verið dugleg að mæta á mótið.
Nú hefur SBBK ákveðið að hrinda úr vör nýju móti, Telge Open. Um er að ræða alþjóðlegt opið mót, ætlað iðkendum á aldrinum 12-16 ára. Telge Open er tímasett þannig að það rekist ekki á önnur sambærileg mót í Evrópu. SBBK stefnir að því að gera Telge Open að stórum viðburði. Þeir eiga ekki von á því að fá mörg erlend lið fyrstu árin en vænta þess að þeim fjölgi þegar mótið festir sig í sessi.
 
Fyrsta mótið verður haldið helgina 5. – 7. nóvember 2010. Svo skemmtilega vill til að þessi helgi er að mestu laus við fjölliðamót á Íslandi þannig að áhugasöm íslensk lið ættu að geta farið á þetta mót.
 
Nánari upplýsingar um Telge Open má finna á heimasíðu SBBK (www.sbbk.se  og með því að hafa samband við Íslandsvininn Erik Lindell ([email protected] ).
Fréttir
- Auglýsing -