Í kvöld lýkur 17. umferð í Domino´s deild kvenna en þá fara fram þrír leikir. Einn leikur er svo á dagskránni í Domino´s deild karla þegar Þór Þorlákshöfn tekur á móti KFÍ í Icelandic Glacial Höllinni.
Leikir dagsins í Domino´s deild kvenna, 19:15
Keflavík – Valur
KR – Njarðvík
Haukar – Grindavík
Leikur dagsins í Domino´s deild karla, 19:15
Þór Þorlákshöfn – KFÍ
Í dag er einnig leikið í B-liða keppni karla sem og yngri flokkum en alla leiki dagsins má nálgast hér.
Mynd/ Axel Finnur – Haukakonur freista þess að minnka bilið milli sín og Snæfells í fjögur stig á nýjan leik í toppbaráttu deildarinnar. Keflavík og Haukar hafa bæði 22 stig en Snæfell 28 á toppnum. Keflvíkingar fá Val í heimsókn í kvöld.



