spot_img
HomeFréttirSáttur með sigurinn

Sáttur með sigurinn

 Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga var nokkuð sáttur með kvöldið og þá sérstaklega sigurinn gegn Þór í kvöld. Grindvíkingar tóku forystu í einvíginu en Sverrir býst við töluvert erfiðari leik á Sunnudag.
 ” Já ég er mjög sáttur með sigurinn og fjórða leikhluta okkar en við eigum að geta gert betur svona heilt yfir. Við vorum ekki að hitta vel framan af og vítanýting okkar var slök.  Þórsarar eru baráttu lið sem munu ekki gefa okkur neitt í þessari seríu. Þeir koma til með að verja sinn heimavöll með kjafti og klóm og við þurfum að spila betur en í kvöld til að ná sigri þar.  Þeir eru með vopn bæði inní teig jafnt sem skotmenn fyrir utan og voru ákveðnir og grimmir í kvöld.  
 
Við fórum að herða vörnina þarna í fjórða leikhluta, loka leiðum að körfunni og þvinga þá í erfið skot. Keyrðum svo fast í bakið á þeim í kjölfarið og gera hlutina af þeirri ákveðni sem við viljum gera.  Nú hafa menn tvo daga til að kíkja yfir þetta og laga það sem þarf fyrir næsta leik. Við þurufm að vera tilbúnir í baráttu leik á sunnudag.” 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -