spot_img
HomeFréttirSárt tap í framlengdum leik gegn Slóvakíu

Sárt tap í framlengdum leik gegn Slóvakíu

 

Undir 16 ára lið drengja tapaði fyrir Slóvakíu á Evrópumótinu í gær með 8 stigum, 64-72. Leikurinn var sá annar hjá liðinu á mótinu, en þeir unnu fyrsta leikinn sinn gegn Georgíu.

 

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Slóvakía 16-20. Í hálfleik var staðan svo 33-35. Seinni hálfleikurinn var svo í járnum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 45-48. Þegar að leikurinn endaði svo var staðan jöfn, 60-60, en 16 sekúndum fyrir leikslok jafnaði Arnór Sveinsson leikinn með þriggja stiga körfu. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var Slóvakía svo betri og fór svo að þeir sigruðu leikinn 64-72.

 

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Brynjar Bragason, en hann skoraði 16 stig og tók 10 fráköst.

 

Næst leikur liðið við heimamenn í Búlgaríu í dag.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið.

Fréttir
- Auglýsing -