spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún yfirgefur Sedis Bàsquet

Sara Rún yfirgefur Sedis Bàsquet

Körfuknattleikskona ársins Sara Rún Hinriksdóttir hefur yfirgefið félag sitt Sedis á Spáni. Staðfestir Sara þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag, en hún samdi við Sedis fyrir yfirstandandi tímabil eftir að hafa leikið fyrir Faenza á Ítalíu á því síðasta.

Sara Rún hefur leikið sem atvinnumaður síðan hún kláraði bandaríska háskólaboltann með Canisius árið 2019. Á þeim tíma hefur hún leikið fyrir lið á Íslandi, Englandi, Rúmeníu, Ítalíu og Spáni, en öll þessi ár hefur hún verið valin körfuknattleikskona ársins á Íslandi.

Fréttir
- Auglýsing -