spot_img
HomeFréttirSara Rún var besti leikmaður lokaúrslitanna "Ekkert betra en að gera þetta...

Sara Rún var besti leikmaður lokaúrslitanna “Ekkert betra en að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn sinn”

Keflavík lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway deildar kvenna. Með sigrinum náði Keflavík að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 17. skipti síðan þær unnu hann fyrst árið 1988. Með Íslandsmeistaratitlinum náði Keflavík að loka hinu fullkomna tímabili sínu, en áður höfðu þær unnið bæði deildar- og bikarmeistaratitil.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Söru Rún Hinriksdóttur leikmann Keflavíkur eftir að titillinn var í höfn í Blue höllinni. Sara Rún var að leik loknum verðlaunuð fyrir að hafa verið verðmætasti leikmaður lokaúrslita, en í lokaleiknum skilaði hún 22 stigum á 8 af 12 skotnýtingu og 4 fráköstum.

Fréttir
- Auglýsing -